Nú í sumar reyndi ég aðeins að veita því athygli hvenær dags og þá sérstaklega með tilliti til hitastigs vatns, fiskurinn væri virkastur. Það er löngu þekkt að ljósaskiptin eru virkur tími til veiða, en hvað er það við ljósaskiptin sem kveikir í silunginum að fara á stjá? Eru það birtuskilyrðin eða er það e.t.v. ölítil en samt merkjanleg breyting á hitastigi vatnsins?

Urriði

Mæli maður hitastig vatnsins þegar ekkert er að gerast og svo þegar allt fer á fullt, þá er það mín tilfinning að urriðinn vilji helst vera á stjái þegar hitastigið hefur náð 10°C en dragi sig fljótlega í hlé þegar hitinn fer yfir 14°C. Þetta á alveg jafnt við um það hvort æti sé á yfirborðinu eða ekki, ef yfirborðshitinn fer yfir 14°C þá sekkur urriðinn. Ég hef sannreynt þetta einfaldlega með því að gefa því gaum hvenær uppitökur hætta að morgni eða um hádegi og prófað þá að þyngja flugurnar mínar og veiða dýpra. Oftar en ekki heldur veiðin áfram á sömu slóðum, bara aðeins neðar í vatnsbolnum þar sem hann hefur ekki hitnað eins mikið. Ég leyfi mér að draga þá ályktun af þessu að fiskurinn hörfar ekkert endilega strax út í vatnið þar sem er meira dýpi heldur byrji á því að leita neðar í vatnsbolinn. Auðvitað á þessi kenning aðeins við um þau vötn sem taka miklum breytingum, eru annað hvort grunn eða lituð. Lituð vötn sveiflast meira í hitastigi milli dags og nætur heldur en þau tæru. Sama á við um þau grunnu. Ofangreind hegðun virðist einnig eiga við bleikjuna, nema þá að kjörhitastig hennar er lægra, þ.e. 9 – 13°C. Hún virðist sökkva fyrr en urriðinn og hörfar síðan í framhaldi út í vatnið.

En er þetta yfir höfuð nokkuð vandamál hér á Íslandi? Hvar eru þessi vötn sem hitna svona á Íslandi? Jú, það kemur mönnum væntanlega á óvart hve vötn hitna hér almennt hratt og mikið yfir sumartímann. Áttu vatnshitamæli?  Leyfðu honum að dingla í vatninu á meðan þú veiðir og kíktu á hann annars lagið. Hver veit nema þú getir haldið áfram að veiða eftir að fiskurinn er hættur að taka á og við yfirborðið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.