Öll veiði bönnuð

000 – Blíðviðrið í dag dró okkur hjónin í smá hringferð með stangirnar. En, það var eins og þetta skilti sem varð á vegi okkar  hefði sett regluna í ferðinni. Við sem sagt núlluðum á Nautatanga við Þingvallavatn, núlluðum í Einkavatni (sem við höfum lítið heimsótt í sumar) og svo fullkomnuðum við þrennuna með því að núlla við Meðalfellsvatnið.

Eini staðurinn sem við urðum vör við eitthvert líf var í Meðalfelli þar sem ég fékk eitt nart, en ekki söguna meir.

Tapað og fundið

Á rambi mínu við Nautatanga fann ég útidyralykil (ASSA) í miklu bláu bandi. Lykillinn sjálfur er afar skrautlegur og er eigandi hans beðinn að lýsa honum ef hann vill vitja hans. Væntanlega einfaldast að senda mér tölvupóst með því að smella hér.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 73 / 34 14 28 / 33 4 34 14

Ummæli

03.09.2012 – Árni Jónsson: Tók einmitt tvö sjálfur og núllaði líka. Þingvelli & Úlfljóts. Sá einn fisk á Þingvöllum og hann leit á mig með svip sem að sagði “Farðu, tímabilið er að verða búið”. En gullfallegt veður og spegill í langan tíma.

03.09.2012 – UrriðiTja, það sem ykkur skorti í þolinmæði bættuð þið upp með yfirferð. Þrjú vötn á einum degi er alveg ágætt. Og ég var svosem heldur ekki var við uppítökur, sá einu sinni breskan veiðiþátt þar sem kom fram að silungur(og lax) gætu ekki lokað augunum því það vantaði á þá augnlok. þáttarstjórnandinn vildi því meina að silungur héldi sig dýpra þegar það er sól(enn dýpra ef það er logn) en í yfirborðinu þegar það er skýjað(og helst gárað). Sem stangast algjörlega á við veiðimenninguna á Íslandi, hérna taka menn ekki fram þurrflugur nema vatnið sé spegilslétt og veðrið gott en grýta svo út þungum púpum um leið og vatnið gárast! Fiskurinn er örugglega miklu meira í yfirborðinu þegar það er gárað, þá sjáum við bara ekki uppítökurnar. Enda veiða fáir betur í Laxárdal en bretarnir sem nota þurrflugur/yfirborðsflugur í öllum veðrum.

SvarJá, þetta er viðtekin skýring (augnlokin) og oft vísað í hana. Við hérna norður á hjara veraldar njótum góðs af því að stóran hluta ársins varpast sólarljósið skáhallt á yfirborðið og brotnar fyrr heldur en nær miðbaug og því fær fiskurinn hér síður glýju í augun. Þurrfluguveiði er stórlega vanmetin á Íslandi, það hef ég séð í sumar þegar konan er að rífa upp hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan ég kroppa þetta með púpunum mínum 🙂  Þetta er kannski bara efni í nokkrar greinar.

03.09.2012 – UrriðiÉg fatta ekki alveg hvað menn hafa á móti sól og góðu veðri í vatnaveiði, ég hef gert mína bestu vatnaveiði í góðu veðri(kannski vegna þess að ég nenni ekki að standa lengi við vötn ef veðrið er leiðinlegt). Þessi (http://i.imgur.com/KVa4f.jpg ) tók núna um helgina í 22°C, blankalogni og glampandi sól um miðjan dag. Ég var bara á gönguskóm og kastaði frá landi, svo það er ekki eins og hann hafi verið e-ð lengst úti í dýpinu! Mér finnst veðrið skipta mun meira máli þegar maður er að veiða í straumvatni, en í vatnaveiði skiptir það mig engu máli. Silungurinn hættir ekkert að borða þó það sé gott veður, þeir skora sem þora :)

Þakka enn og aftur fyrir skemmtilega síðu!

Svar: Tvö vötn af þremur voru mjög tær, heiðskýrt og glampandi sól og við urðum ekki vör við neinar uppitökur þrátt fyrir að steinflugur væru á vatninu. Þriðja vatnið var örlítið skolað, kannski nóg til þess að sólarglampar náðu takmarkað niður í vatnið og þar urðum við vör við uppitökur. En, mikið rétt, fiskurinn hættir ekkert að borða þótt það sé glampandi sól, okkur tókst bara ekki að koma flugunum niður á rétt dýpi fyrir hann. Kannski var þolinmæðis taumurinn eitthvað stuttur í okkur 🙂

P.S. Prufan þín skilaði sér, en ég samþykkti hana ekki 🙂

02.09.2012 – ÁsiTakk fyrir sögur þínar og leiðinlegt að þú skyldir núlla. Veðrið hefur trúlega hvort tveggja lyft degingum og dregið niður. Ég snéri við í huganum í morgun og ákvað að fara heldur seinnipartinn á morgun. -Fannst allt of mikil sól.

Svar: Já, þetta er ekki ólíkt og þrá manna eftir rigningu í þurrki og svo uppstyttu í regntíð, en veðrið var einfaldlega allt of gott til að sitja heima og skrifa greinar fyrir næstu vikur. Góða skemmtun á morgun.

4 Athugasemdir

  1. Takk fyrir sögur þínar og leiðinlegt að þú skyldir núlla. Veðrið hefur trúlega hvort tveggja lyft degingum og dregið niður. Ég snéri við í huganum í morgun og ákvað að fara heldur seinnipartinn á morgun. -Fannst allt of mikil sól.

  2. Ég fatta ekki alveg hvað menn hafa á móti sól og góðu veðri í vatnaveiði, ég hef gert mína bestu vatnaveiði í góðu veðri(kannski vegna þess að ég nenni ekki að standa lengi við vötn ef veðrið er leiðinlegt). Þessi( http://i.imgur.com/KVa4f.jpg ) tók núna um helgina í 22°C, blankalogni og glampandi sól um miðjan dag. Ég var bara á gönguskóm og kastaði frá landi, svo það er ekki eins og hann hafi verið e-ð lengst úti í dýpinu! Mér finnst veðrið skipta mun meira máli þegar maður er að veiða í straumvatni, en í vatnaveiði skiptir það mig engu máli. Silungurinn hættir ekkert að borða þó það sé gott veður, þeir skora sem þora 🙂

    Þakka enn og aftur fyrir skemmtilega síðu!

  3. Tja, það sem ykkur skorti í þolinmæði bættuð þið upp með yfirferð. Þrjú vötn á einum degi er alveg ágætt. Og ég var svosem heldur ekki var við uppítökur, sá einu sinni breskan veiðiþátt þar sem kom fram að silungur(og lax) gætu ekki lokað augunum því það vantaði á þá augnlok. þáttarstjórnandinn vildi því meina að silungur héldi sig dýpra þegar það er sól(enn dýpra ef það er logn) en í yfirborðinu þegar það er skýjað(og helst gárað). Sem stangast algjörlega á við veiðimenninguna á Íslandi, hérna taka menn ekki fram þurrflugur nema vatnið sé spegilslétt og veðrið gott en grýta svo út þungum púpum um leið og vatnið gárast! Fiskurinn er örugglega miklu meira í yfirborðinu þegar það er gárað, þá sjáum við bara ekki uppítökurnar. Enda veiða fáir betur í Laxárdal en bretarnir sem nota þurrflugur/yfirborðsflugur í öllum veðrum.

  4. Tók einmitt tvö sjálfur og núllaði líka. Þingvelli & Úlfljóts. Sá einn fisk á Þingvöllum og hann leit á mig með svip sem að sagði „Farðu, tímabilið er að verða búið“. En gullfallegt veður og spegill í langan tíma.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.