Þetta telst nú næstum ekki veiðiferð en við hjónin fórum nú samt upp á Þingvelli rétt upp úr kl.20 í kvöld. Það fór eins og okkur grunaði; stuttur tími því við vorum ekki komin að vatninu fyrr en rétt fyrir 21 og fljótlega upp úr kl.22 rökkvaði mjög skart.

Ekki var nú margt um manninn á bakkanum, þ.e. frá Lambhaga og inn að Vatnskoti þar sem við komum okkur fyrir. Ætli við höfum ekki talið einhverja 4 veiðimenn á þessum spotta. Vatnið einstaklega fallegt, stillt og milt veður. Hitastigið að vísu aðeins rétt um 8°C og komið niður í 5°C þegar við hættum upp úr kl.22.
Lítið urðum við nú vör við fisk, ég fékk eitt nart sem ég vil nú samt gera sem mest úr, því þetta var ekki bleikja. Ætli urriðinn sé ekki aðeins að tosast aftur upp úr dýpinu núna þegar rökkva tekur og vatnið kólnar.
Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
73 / 34 | 14 | 28 / 33 | 4 | 33 | 13 |
Ummæli
28.08.2012 Stefán Bjarni Hjaltested: Vil endilega fá að vita hversu margar bóndableikjur og hversu margar frúarbleikjur að ég tali nú ekki um urriðann. Annars takk fyrir skemmtilegar frásagnir um veiði og ferðir í sumar,svo og annan fróðleik.
Svar: Já, ég er nú hræddur um að eitthvað halli á mig í þessum samanburði 🙂 En, sjáum til.
Svar: Það fór nú eins og ég í raun vissi, frúin á vinninginn með miklum mun í bleikjunni með 73:34 en ég klóra aðeins í bakkann í urriðanum með 33:28. Þetta með bleikjuna kemur mér í raun ekkert á óvart, frúin er miklu næmari á tökur heldur en ég og bregst fyrr við. Hér eftir verður aflatölum skipt í rauðar fyrir frúarfiska og bláar fyrir bóndafiska. Ég ætla ekkert að gera upp hvort okkar sleppir fleiri fiskum og hvort okkar núllar oftar 🙂
Vil endilega fá að vita Hversu margar bóndableikjur og hversu margar frúarbleikjur að ég tali nú ekki um urriðann Annars takk fyrir skemmtilegar frásagnir um veiði og ferðir í sumar,svo og annan fróðleik.