Gerði mér ferð í dag kringum Úlfljótsvatnið, fór að vísu aldrei út úr bílnum því mér fannst veðrið ekki spennandi. Kannski er maður bara orðinn svona góðu vanur en vindur var töluverður og hitastigið ekki nema 10°C þegar ég var á ferðinni þannig að ég renndi þess í stað út með Arnafellinu og kom mér í skjól með útsýni yfir Þingvallavatnið. Eins og áður er ekkert út á umhverfið að setja þarna, nema þá afskaplega lítið líf með fiskinum, rétt aðeins að maður yrði var við einhverja titti að leika sér undir Sláttuláginni. Sem sagt, núllað. Kannski vegna þess að ég var einn á ferð, kvennmannslaus í þetta skiptið.
Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
107 | 14 | 61 | 4 | 32 | 12 |
Senda ábendingu