
Þegar fiskur hefur tekið og þú ert byrjaður að kljást við hann í félagi með besta vini þínum. flugustönginni, þá er gott að hafa í huga;
Fiskurinn syndir ekkert endilega í gagnstæða átt við stangarendann. Oftar en ekki syndir hann til hliðar m.v. upprunalega stefnu flugunnar. Ekki elta fiskinn með stangarendanum, láttu stöngina alltaf vísa að þeim stað þar sem línan sker sig upp úr vatninu. Allar aðrar áttir mynda óþarfa slak á línunni sem fiskurinn getur nýtt sér til að losna.
Ekki lyfta stönginni meira en 45° upp og haltu línunni hæfilega strekktri. Vertu samt alltaf tilbúinn að lækka stöngina aftur ef fiskurinn tekur á rás og vill draga meiri línu út í vatnið. 45° er líka mjög temmileg hæð, ef þú þarft á smá viðbót í hækkun að halda ef fiskurinn skildi nú taka á rás í fangið á þér.
Ummæli
18.08.2012 – Hilmar: Sæll Kristján. Flottar upplýsingar að finna hér eins og von er vísa. Spurning hvort þú setjir ekki inn viðauka um hvað skal gera þegar fiskurinni ákveður að stökkva?
Hvað skal þá gera. Mín tækni hingað til er að gefa allt slakt, en hef þó misst þá þó nokkra við það. Hef aldrei prófað að halda við, þó ég hafi haft það á bak við eyrað, þá virðist sem eðlishvötin nái yfirhöndinni og ég gef alltaf slakan taum um leið og ég sé þá birtast fljúgandi upp úr vatninu. Hefurðu einhverja góða punkta, reynslu í þessum efnum?
takk fyrir snilldar síðu.
mbk, Hilmar
Svar: Góður punktur, nú þarf ég bara að róta í punktunum mínum og sjá hvort ég eigi ekki eitthvað óskrifað um þetta. Sjáum til hvað finnst í ruslaskúffunni….
Sæll Kristján. Flottar upplýsingar að finna hér eins og von er vísa. Spurning hvort þú setjir ekki inn viðauka um hvað skal gera þegar fiskurinni ákveður að stökkva?
Hvað skal þá gera. Mín tækni hingað til er að gefa allt slakt, en hef þó misst þá þó nokkra við það. Hef aldrei prófað að halda við, þó ég hafi haft það á bak við eyrað, þá virðist sem eðlishvötin nái yfirhöndinni og ég gef alltaf slakan taum um leið og ég sé þá birtast fljúgandi upp úr vatninu. Hefurðu einhverja góða punkta, reynslu í þessum efnum?
takk fyrir snilldar síðu.
mbk
Hilmar