Línubogi

Þetta hljómar náttúrulega sem algjör fjarstæða í eyrum veiðimanna, en sýnið mér smá þolinmæði. Segjum sem svo að ég sé að veiða með miðlungs hraðri stöng #7 og hefðbundna WF7 línu þegar vindurinn tekur að blása beint í trýnið á mér. Til að byrja með reyni ég að þrengja kasthjólið til að koma línunni betur upp í vindinn, segjum að það þrengist úr 40 sm. niður í 30 sm. Enn eykur í vindinn og ég man eftir línu #6 sem ég er með í töskunni. Ef ég set nú þessa línu á stöngina (#7) þá reynir minna á hana og 2/3 hennar svigna minna heldur en með línu #7, ekki satt?  Fyrst mér tókst að minnka kasthjólið um 10 sm. með línu #7 ætti ég að geta þrengt hjólið enn meira með léttari línu og skotið henni þannig betur upp í vindinn.  Þessu til viðbótar ætti ég að geta valdið lengri undirspekkaðri línu í falsköstunum m.v. línu sem er á pari við stöngina, það þarf jú meira af línu #6 til að fylla þyngdarmörk kasthæfni minnar heldur en af línu #7.

Og ef þú heldur virkilega að ég hafi úthugsað þetta upp á eigin spítur, þá hefur þú allt of mikla trú á mér. Hann heitir Lefty Kreh sem setti þetta fyrstur fram. Kannski ég prófi þetta bara sjálfur í næsta roki?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.