Flýtileiðir

Taka

Inndráttur

Þú ert með línuna í gegnum fingurna á hægri hendir og þú finnur að það er tekið í fluguna, hvað svo? Það er ekki óalgengt að menn lyfti stönginni og margir, ósjálfrátt eða með fullri meðvitund, draga línuna snögglega inn með þeirri vinstri. Þetta er í sjálfu sér alveg ágætt en sumir sleppa/gleyma því alveg að taka í línuna og missa þannig af tökunni. Það að lyfta stönginni einni sér gerir yfirleitt lítið annað en taka óþarfa slaka af línunni því sára lítil hreyfing skilar sér út til flugunnar ef þú lyftir aðeins stönginni. Sé stangarendinn alveg við vatnsborðið, þar sem hann á jú að vera á meðan þú dregur inn, prófaðu að taka þétt í línuna, ekki ósvipað því sem þú gerir við ein- eða tvítog (haul). Með þessu móti tryggir þú fluguna við töku og getur svo fært stöngina í þægilega stöðu til að takast á við fiskinn og láta stöngina vinna með þér.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com