Flýtileiðir

Flugulykkjan

Brot í taum

Flestar flugustangir, í það minnsta einhendurnar, eru útbúnar einni græju sem er að margra mati; algjörlega óþarft í besta falli. Sumir ganga svo langt að segja þessa græju; hryðjuverk á góðri hönnun. Við erum að tala um flugulykkjuna sem er staðsett rétt framan við handfangið á stönginni.

Yfirlýstur tilgangur þessarar lykkju er að krækja flugunni í hana þegar veiðimaðurinn kýs að draga inn línuna, annað hvort við göngu eða við lok veiði. Jamm, þetta er auðvitað gott og blessað ef þú ert með styttri taum en sem nemur lengd stangarinnar. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ef lengd taumsins er lengri en stöngin lenda skil taums og línu fyrir innan efstu, jafnvel næst-efstu lykkju stangarinnar og það verður erfiðara en ella að koma línunni fram úr efstu lykkju heldur en ella.

Annað vandamál sem þetta getur skapað er að ef taumurinn, sem oftar en ekki er úr eingirni, fer í gegnum efstu lykkjuna kemur brot í hann, jafnvel aðeins á skömmum tíma. Þessu broti er ekki svo auðvelt að ná úr taum þegar það er á annað borð komið í hann.

Til að komast hjá þessum vandamálum má alveg hugsa sér að að skilja alltaf eftir sem svarar einu feti af línu fram úr efstu lykkju þegar línan er gerð upp á hjólið og í stað þess að festa fluguna í þessa ólukkans lykkju, þá má alveg hugsa sér að smeygja línunni einu sinni utan um handfangið rétt aftan við hjólið og festa síðan fluguna í hentuga lykkju hvar sem er upp eftir stönginni. Með þessu má komast hjá báðum ofangreindra vandamála.

Ummæli

09.08.2012 – UrriðiVinur minn sýndi mér þetta “trick” seinasta sumar og það er ótrúlega hvað svona lítið smáatriði hefur auðveldað mér lífið í sumar :)

SvarJá, þetta er meira en lífsnauðsynlegt fyrir röltara eins og mig og hefur breytt miklu eftir að ég tamdi mér þetta.

Eitt svar við “Flugulykkjan”

  1. Urriði Avatar
    Urriði

    Vinur minn sýndi mér þetta „trick“ seinasta sumar og það er ótrúlega hvað svona lítið smáatriði hefur auðveldað mér lífið í sumar 🙂

    Líkar við

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com