Þegar maður kemur að vatni sem maður telur sig þekkja alveg þokkalega og fiskurinn er eiginlega ekki þar sem hann er vanur að vera, þá þarf að breyta til, það sannaði þessi helgi. Við hjónin ákváðum á föstudaginn að heimsækja Mosó gengið sem hafði farið vestur í Hnappadal deginum áður og gert þokkalega veiði í Hlíðarvatni. Að vísu vorum við svo seint á ferðinni á föstudaginn að við gerðum lítið annað en koma okkur fyrir, settum stangirnar saman og tókum tappa af bjórnum.

Smællið fyrir stærri mynd

Til að klára skildupartinn; Veðrið lék sé að okkur þessa daga, vindur, logn, sól, skýjað o.s.frv. Eins og við var að búast hafði lækkað verulega í vatninu frá því í byrjun júní þannig að við leituðum ‘hefðbundinna’ slóða í vatninu í leit að fiski. Vatnshiti var nokkuð hár, 14-16°C sérstaklega þar sem grynningar lágu langt út í vatnið. Engu virtist skipta að nokkur gára væri, hitastigið hélst nokkuð hátt frá morgni til kvölds. Fiskurinn lét bíða töluvert eftir sér og þeir sem við hjónin tókum á laugardag voru frekar í minni kanntinum, jafnvel af Hlíðarvatnsfiski að vera, skárstu slefuðu yfir 1/2 pund. Við skiptum aflatölum nokkuð jafnt á milli okkar, hvort um sig með 3 fiska, einhverjum sleppt sökum smæðar.

Sökum óspennandi fiskstærðar og almennt lélegrar veiði á laugardag ákvað ég að eyða kvöldinu í rölt inn með vatninu og upp með Fossá og Djúpadalsá, nokkuð sem mig hefur lengi langað. Ekki varð ég var við einn einasta fisk í ánum, hafði raunar gert ráð fyrir að rekast á einn og einn ungliða urriðahreyfingarinnar en það varð nú ekki. Það væri örugglega gaman að rölta upp með ánum að hausti, nóg var af álitlegum veiðistöðum í þeim.

Á sunnudag var lagt á hefðbundnar slóðir án þess að verða vör við fisk. Nú var annað hvort að hrökkva eða stökkva svo við hjónin lögðum á okkur grynningakönnun, langt út í vatnið þar til við náðum ágætu sambandi við kaldara vatn í dýpinu og tókum blandaðan pakka af urriða og bleikjum, samtals 14 stk. sem allir voru um og yfir pundið. Helgin endaði því í samtals 20 fiskum, 9 bleikjur og 11 urriðar. Flugurnar sem gáfu einna best voru; Peacock í öllum mögulegum útfærslum, Pheasant og Héraeyra (original).

Afli helgarinnar

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 106 14 61 4 30 11

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.