Eftir afskaplega stutt stopp í Þingvallavatni undir kvöldmat, tókum við hjónin okkur upp og héldum áfram í Úlfljótsvatnið í fyrsta skiptið í sumar. Ástæðan; bölvuð undiralda í Þingvallavatni sem gerði það að verkum að maður mátti hafa sig allan við að draga línuna inn til að lágmarka slaka.

Rétt í þann mund sem við vorum að renna inn fyrir Steingrímsstöð mættum við, alveg óvart, Mosó-genginu sem hafði verið á yfirreið um Þingvalla- og Úlfljótsvatn um daginn. Litlar sögur af afla, eitthvað nart og töluvert að smárri bleikju og nú voru þau á leiðinni heim, e.t.v. með einhverju stoppi í grennd við Skátamiðstöðina. Við hjónin treystum á að fiskurinn mundi sýna sig með kvöldinu og skröngluðumst inn í Hagavík.

Ekki þurfti frúin mörg köst þar til hún tók þokkalega bleikju á Higa’s SOS en annars var bara nart á ferðinni til að byrja með en með kvöldinu varð allt beinlínis vitlaust í stillunni. Vakað um allt vatn svo langt sem eygði og tittir á í öðru hverju kasti, í það minnsta hjá mér, en frúin bætti fjórum alveg þokkalegum bleikjum við svona inn á milli. Kvöldið var sko ekki mitt, eitt þeirra þar sem ekkert gengur upp; köstin léleg, ekkert rennsli í línunni (þarf að þrífa hana), vindhnútar á vindhnúta ofan o.s.frv. Tókst þó á endanum að krækja í vænsta fisk kvöldsins, hængur rétt yfir pundið þannig að fisklaus fór ég ekki heim. Flugurnar sem gáfu voru;

  

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 88 14 46 4 28 11
(Sleppi því vísvitandi að skrá slepptum bleikjum í þessari veiðiferð, tómir tittir)

Ummæli

21.07.2012 – Siggi Kr: Nei heyrðu mig nú! Hverslags töfrafluga er þessi Higa´s SOS eiginlega? Er fiskurinn bara alveg vitlaus í þetta? Nokkuð ljóst að nú verður sest við væsinn (fyrst ekki viðraði nógu vel fyrir fyrirhugaða Framvatnaferð) og bleikjunni í Breiðavatni boðið upp á þessa krás næstu helgi. Kannski hún nái að skáka Króknum góða þar. En í hvaða stærðum er hún aðallega að virka hjá ykkur?

Svar: Já, þetta kvikindi er alveg ótrúlegt. Við höfum haft hana með okkur í stærðum 10,12 og 14. Byrja yfirleitt með hana í 12 og á þá hinar stærðirnar til vara. Hef verið óhræddur að nota hana #10 í gruggugu vatni eða ölduróti, minnka hana frekar í björtu veðri. Það skemmtilega við hana er að bæði urriðinn og bleikjan eru alveg til í tuskið með henni.

1 Athugasemd

  1. Nei heyrðu mig nú! Hverslags töfrafluga er þessi Higa´s SOS eiginlega? Er fiskurinn bara alveg vitlaus í þetta? Nokkuð ljóst að nú verður sest við væsinn (fyrst ekki viðraði nógu vel fyrir fyrirhugaða Framvatnaferð) og bleikjunni í Breiðavatni boðið upp á þessa krás næstu helgi. Kannski hún nái að skáka Króknum góða þar. En í hvaða stærðum er hún aðallega að virka hjá ykkur?

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.