Örstuttur skreppur rétt út fyrir bæjarmörkin í þokkalegu veðri færði konunni auðvitað einn urriða og mér liggur við að segja; auðvitað á Hérann, hann hefur varla farið af stönginni hennar frá því snemma í vor. Sjálfur missti ég einn af orange Nobbler og fékk tvær tökur á rauðan Nobbler. Meira er nú svo sem ekki til frásagnar af ferðinni, það var eins og við hefðum ekkert mikið í samkeppnina við fluguna að segja. Greinilega mikið æti á ferðinni sem magainnihald urriðans staðfesti; troðfullur af mýflugu og ýmsu öðru góðgæti.
Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
35 | 10 | 32 | 2 | 22 | 11 |