Ef ekki væri fyrir Veiðidag fjölskyldunnar hefðum við hjónin örugglega ekki látið verða að því að kanna Vatnsvæði Lýsu eins og við gerðum í dag. Þar sem við höfðum ekki heppnina með okkur á nesinu að norðan (Hraunsfjörður) ákváðum við að renna suður fyrir og athuga með stemninguna við Lýsu. Fyrst af öllu rákumst við á Bjögga Gísla þar sem hann var í félagi við ungann og upprennandi veiðimann að pakka saman eftir veiði í Reyðarvatni. Eins og sannur veiðimaður var Bjöggi ekki spar á ráðleggingar um góða veiðistaði í vötnunum sem við nýttum okkur óspart.

Fyrst reyndum við fyrir okkur í Reyðarvatni þar sem frúin setti í alveg þræl væna bleikju með Héraeyra en með einhverjum ólíkindum tókst bleikjunni að losa sig eftir töluverða viðureign. Sjálfur fékk ég nart þar sem ég reyndi fyrir mér í Miðá/Króká rétt við útfallið, en án árangurs. Annars kom það okkur skemmtilega á óvart hve mikið líf virtist vera í vatninu.

Eftir nokkuð viðburðasnauða stund renndum við inn með Torfavatni og gengum skv. leiðbeiningum Bjögga að ós Engjalækjar í vatnið. Eftir örstutta stund setti frúin í mjög vænan urriða með Peacock en sagan endurtók sig frá Reyðarvatni. Eftir tilkomumikla loftfimleika, snúninga og djúpköfun í gróðurinn tókst urriðanum að spýta út úr sér flugunni og synti snarlega á brott. Það var svo nokkrum köstum síðar að mér tókst að setja í litla bróður þessa urriða með rauðleitum Peacock sem ég hef notað drjúgum síðustu ár þar sem urriða er von. Þokkalegur fiskur, rétt um pundið, en enginn bolti þó.

Þar sem halla tók nú degi, tókum við okkur saman, héldum heim á leið, sammála um að Veiðidagur Fjölskyldunnar er frábær leið fyrir fólk að kynna sér nýja veiðistaði sem annars yrðu aldrei prófaðir. Vona að sem flestir hafi séð sér fært að kynna sér nýjar slóðir í dag. Til veiðirétthafa  og Landssambands stangaveiðifélaga, bestu þakkir fyrir okkur og alveg bráð skemmtlega upplifun á Vatnasvæði Lýsu.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 35 10 31 2 21 11

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.