Það fór nú aldrei svo að maður sleppti úr helgi. Heimilið og garðurinn fengu sinn skerf í gær en sunnudagurinn var ætlaður einhverri veiði, ekki langt, aðeins rétt út fyrir bæjarmörkinn. Dásamlegt veður þrátt fyrir nokkurn vind, hitastigið frá 9°C og upp í 11. Með hliðsjón af fyrri reynslu byrjaði ég með Pólskan PT og hann brást ekki og á innan við hálftíma lágu þrír urriðar í netinu. Mjög fallegir fiskar frá tæpu pundi og vel yfir. Eitthvað lét fyrsti fiskur frúarinnar bíða eftir sér, en á endanum fékk hún þokkalegan urriða á uppáhaldið sitt, Black Ghost.

Á leið í ofninn

Eitthvað létu næstu fiskar bíða eftir sér, en loks tókst mér að rjúfa ládeyðuna með því að skipta yfir í Orange Nobbler enda skein sól í heiði og bjart yfir. Frúin bætti við og tók einn á Héraeyra með kúluhaus og rétt um það bil sem vindur fór að blása fyrir alvöru setti ég í einn enn og frúin í tvo. Að vísu missti ég einn svo stóran að það dró fyrir sólu þegar hann stökk og losaði sig af flugunni, rosalegur fiskur. Allir fiskarnir sem á land komu voru á bilinu 33 – 39 sm. langir, 8 hryggnur, 1 hængur, minnsti tæpt pund, stærsti rúmt pund. Ég var að vísu búinn að lofa að taka kvarnir aflans til hliðar, en eitthvað brást þekkingin þegar til átti að taka. Best að gúgla aðgerðina aðeins betur.

Það verður ekki af fiskinum í þessu vatni tekið að hann er einstaklega skemmtilegur viðfangs, öflugur og í góðum holdum og því engin furða að hluti aflans fór beint í ofnskúffuna með hvítlauk og ólívuolíu, ekki amaleg sunnudagssteik þetta.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 30 10 30 2 18 11

Ummæli

11.06.2012 Ási: Heill og sæll Kristján.

Í upphafi er vert að biðjast afsökunar á því hve oft ég vitja um Netið hér án þess að þakka fyrir aflann, sem er afbragðsgóður. Veiðiskrif þín ýta oft við mér á þann háttinn að ég fer að ígrunda frekar hvað ég er að gera og mátti nú klárlega við því. Takk, takk. Í þessari færslu nefnir þú Orange Nobbler og langar mig að spyrja þig út í þá ágætu straumflugu. Ég er ekki margreyndur í fluguveiðum en hélt einhverra hluta vegna að bleikjan væri ekki mikið á eftir slíkum skapnaði. Í gærkvöld fékk einmitt eina tveggja punda í Langavatni þegar ég hélt að urriðinn myndi kannski ráðast á kykvendið. Hver er þín reynsla af þessu?

Kveðja, Ási (Ásmundur K. Örnólfsson)

ES: Svakalega er bleikjan góð úr þessu vatni ef þið hjónin þurfið fulla ofnskúffu í matinn :-)

11.06.2012 Kristján: Sæll Ási og takk fyrir ummælin. Jú, mín reynsla er að meira að segja bleikjan lætur það eftir sér að ráðast á Nobbler, Black Ghost og t.d. Dentis þegar síli er á ferðinni. Það ætlar að verða lífsseigur misskingur að aðeins urriðinn, staðbundinn eða birtingur ráðist á straumflugur. Bleikjan og ekki þá bara ránbleikjan, leggur sér síli til munns og þá eru straumflugurnar okkar alveg tilvaldar agn. Skrautlegar í björtu veðri, koma þeim út í dýpið og draga þær nokkuð hratt upp á grynningarnar, dekkri að kvöldi til og láta þær eigra um grynningarnar eins og þreytt síli að loknum annasömum degi. Þá er alveg eins bleikju von.

11.06.2012 Gústaf IngviTil að nálgast kvarnir er best að skera rétt fyrir ofan augun og niður í 1/3 -1/2 haus þar ættirðu að finna kvarninar, en í svona smáum fisk eru þær mjög smáar og skemmast auðveldlega ef ekki er farið varlega. (vona að þetta hjálpi þér við krufningar í framtíðinni) :)

11.06.2012 Kristján: Glæsilegt, hljómar nógu auðvelt. Nú er bara að taka hausana úr frysti, dúkahnífinn af hnýtingarborðinu og setja á sig skurðlæknahanskana. Takk fyrir Gústaf Ingvi.

3 Athugasemdir

  1. Heill og sæll Kristján.

    Til Í upphafi er vert að biðjast afsökunar á því hve oft ég vitja um Netið hér án þess að þakka fyrir aflann, sem er afbragðsgóður. Veiðiskrif þín ýta oft við mér á þann háttinn að ég fer að ígrunda frekar hvað ég er að gera og mátti nú klárlega við því. Takk, takk. Í þessari færslu nefnir þú Orange Nobbler og langar mig að spyrja þig út í þá ágætu straumflugu. Ég er ekki margreyndur í fluguveiðum en hélt einhverra hluta vegna að bleikjan væri ekki mikið á eftir slíkum skapnaði. Í gærkvöld fékk einmitt eina tveggja punda í Langavatni þegar ég hélt að urriðinn myndi kannski ráðast á kykvendið. Hver er þín reynsla af þessu?

    Kveðja, Ási (Ásmundur K. Örnólfsson)

  2. ES: Svakalega er bleikjan góð úr þessu vatni ef þið hjónin þurfið fulla ofnskúffu í matinn 🙂

  3. Til að nálgast kvarnir er best að skera rétt fyrir ofan augun og niður í 1/3 -1/2 haus þar ættirðu að finna kvarninar, en í svona smáum fisk eru þær mjög smáar og skemmast auðveldlega ef ekki er farið varlega. (vona að þetta hjálpi þér við krufningar í framtíðinni) 🙂

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.