Púpa og þurrfluga

Það vefst sjaldan fyrir fjölhæfum veiðimönnum hvenær á að notast við púpur og hvenær straumflugur. En, svo eru þeir sem eru ekki alveg með þetta á hreinu og enn aðrir sem velta sér bara ekkert upp úr þessu. Ég tilheyri að mestu þeim síðast nefndu, ég byrja alltaf á púpu og færi mig ekki í straumfluguna fyrr en komið er í fulla hnefana. Reynum nú að æsa menn aðeins upp; Púpur eru einfaldlega fjölhæfasta, besta og skemmtilegasta agn fyrir fisk sem um getur.

Snemma að vori eru púpurnar og eðli þeirra á svipuðu róli og fiskurinn; fara sér hægt og halda sig við botninn. Í björtu veðri þegar birtufælinn fiskurinn leitar á botninn er hann í púpum. Hér á Íslandi höfum við úr tveimur, mögulega þremur tegundum smáfiska að velja til að líkja eftir við straumfluguveiðar. Við höfum á 3ja hundrað skordýra hér á landi til að líkja eftir við púpuveiðar. Hér geislar hrokinn og yfirlætið af hverju orði, en það er samt svolítið til í þessu. Þegar fæða fiska er skoðuð eru einfaldlega fleiri fiskar í íslenskum vötnum sem leggja sér skordýr til munns heldur en seiði eða hornsíli.

Einn er sá tími ársins sem ég hef ekki minnst á og það er þessi frjósami tími þegar skordýrin klekjast út í og við vötnin og silungurinn fer beinlínis hamförum. Þetta er ævintýri sem stendur því miður stutt hverju sinni, stundum bara ½ klst. í einu, en er þeim mun skemmtilegri. Að vera til staðar, leggja réttu púpuna fyrir silunginn og vera beinn þátttakandi í þessu undri náttúrunnar líður manni seint úr minni. Á þessum augnablikum renna púpu- og þurrflugumenn saman í eina sæng.

Nóg í bili, best að kíkja aðeins í straumfluguboxið og strjúka fjaðurvængjunum, ég vil hafa þær í standi ef púpurnar mínar bregðast. Auðvitað verða menn að vera opnir fyrir öllum möguleikum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.