Djúpavatn Reykjanesi, 4 júní.

Eins og þrír dagar í röð dugi ekki, þá þáðum við hjónin boð um kvöldstund í Djúpavatni á Reykjanesi (SVH). Í snarhasti var kvöldverði skellt á borðið fyrir heimalingana og svo brunuðum við suður á nesið. Þokkalegasta veður, nokkur vindur af norðri og skýjað með köflum. Þar sem þetta var fyrsta ferð okkar í vatnið var rennt svolítið blint í sjóinn varðandi veiðistaði en úr varð að við reyndum helst fyrir okkur framan- og austan við veiðihúsið. Eftir stutta stund varð ljóst að nægur fiskur er í vatninu og frúin byrjaði á því að taka tvo smærri urriða á Peacock (original án kúlu) í gróðrinum við austurbugtina. Sjálfur setti ég í skemmtilegan regnbogasilung, rúmlega pundið á Peacock með kúlu. Það kom skemmtilega á óvart hve öflugur fiskurinn var í viðureigninni, minn fyrsti regnbogi enda ekki margir ‘villtir’ á ferðinni á Íslandi. Þegar vindurinn gekk niður og vatnið kyrrðist fóru smábleikjur og urriðar á stjá og beinlínis lögðu konuna í einelti þannig að hún hafði vart við að losa úr þeim fluguna. Sjálfur fékk ég nokkur högg án þess að þurfa að losa einn einasta af. Frúin sá síðan um að ljúka kvöldinu með því að taka mjög þokkalegan urriða um pundið.

Djúpavatn

Vatnið kom okkur skemmtilega á óvart, umhverfið stórbrotið og engin furða að félagsmenn SVH sæki stíft í úthlutanir, aðeins örfáir dagar lausir í ágúst eftir fyrir utanfélagsmenn. Vona að mér hefnist ekki fyrir að mæla með vatninu, við hjónin værum vís með að taka síðbúinn túr í vatnið þegar sumri hallar. Jóa færum við auðvitað bestu þakkir fyrir að hleypa okkur að til prufu, takk fyrir okkur.

Eineltistittir verða ekki taldir til afla, frúin einfaldlega missti töluna á þeim. Regnbogasilungurinn,vegna afls og skemmtilegrar viðureignar telst sem urrðið.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 30 10 21 2 17 11

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.