Veiðifélagið (þetta nafnlausa) fór í fyrstu ferð ársins í Hlíðarvatn í Hnappadal um helgina. Alveg hreint glimrandi veðurspá gekk fyllilega eftir, sólbrunir og útiteknir veiðigarpar snéru aftur úr ferðinni. Mér telst til að þetta sé með allra fyrsta móti sem við höfum farið í vatnið, heilum tveimur vikum fyrr en áður. Þótt staðkunnugur hafi sagt okkur að vatnið væri í eðlilegri hæð m.v. árstíð, þá vorum við öll frekar hissa á því hve hátt vatnið stóð. Bakkinn okkar þar sem við höfum oftast slegið upp vögnum var meira eða minna á kafi í vatni.

Straumendur við Hlíðarvatn

Föstudagskvöldið gaf okkur öllum ágætlega þrátt fyrir nokkuð stífa norðaustan átt framan af. Mosfellingar, sem mættu örlítið á undan okkur Reykvíkingunum gerðu fína veiði en við hjónin tókum samtals 7 fiska, 3 bleikjur og 4 urriða. Ég verð að játa að mér brá nokkuð hve urriðinn var helst til rýr eftir veturinn, hefði haldið að hann ætti að vera búinn að ná stinnara holdi eftir veðurblíðuna síðustu vikur, bleikjan virtist vera nokkuð betur haldin. Allir fiskarnir sem við tókum komu á land fyrir miðnættið, en veðurblíðan og stillan sem skall á okkur var slík að við höfðum okkur ekki í bælið fyrr en um kl.4

Þeir eiga það sameiginlegt, laugardagurinn og sunnudagurinn að veðrið lék við okkur frá morgni til kvölds, eins fallegir dagar og þeir geta orðið á Íslandi. Laugardagurinn var merkilegur fyrir frúnna að því leiti til að hún, í blíðunni um morguninn, tók sinn fyrsta fisk á þurrflugu. Af viðbrögðunum að dæma og hrifningunni af tökunni geri ég ráð fyrir að hvert tækifæri verði nýtt í framtíðinni til að veiða þurrfluguna. Eitthvað var aflabrögðum misskipt, eins og svo oft áður, á milli okkar hjóna þessa daga og endaði ferðinn með því að frúin var með 10 fiska á land, en ég 8. Heimalingurinn okkar brá sér síðan út í vatnið síðla sunnudags og sýndi gamla settinu hvernig taka skal fisk án þess að eyða allri helginni í það. Eftir örfá köst lá vænn urriði á bakkanum, sá stærsti í ferðinni. Slatta af fiski var sleppt sem ekki náði mat-hæfni, en flestir fiskanna voru á bilinu 1/2 til 1 pund.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 30 10 17 2 16 11

1 Athugasemd

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.