Black Ghost

Hvort á maður nú að setja straumfluguna undir eða púpuna? Sjálfur er ég meira fyrir púpuna en svo koma þessi augnablik þegar ekkert er að gerast og maður laumast í straumfluguboxin. Helst leita ég í straumfluguna þegar ekkert er að gerast í vatninu (stöðuvatninu). Litskrúðugir Nobblerar draga að sér fiskinn því er ekki að neita. Eins hafa klassíkerar eins og Dentis og Black Ghost gert ágæta hluti þegar líður á daginn, seinni ljósaskiptin þegar fiskurinn kemur upp af dýpinu og leitar að sílum á grynningunum.

En það eru fleiri ástæður til að gefa straumflugunni séns. Það er ekki almennt að stóri fiskurinn hafi orðið stór af því að éta lirfur og púpur alla sína tíð. Hér setjum við sviga utan um landsþekkta stórurriða í ákveðnum ám sem éta ekkert annað en lirfur um ævina. Hvort sem það er nú meðfæddur karakter fisksins eða eitthvað áunnið, þá er magainnihald þeirra stóru oftar en ekki aðrir fiskar, bara miklu minni. Afleidd niðurstaða þessa hlýtur að vera að ætli maður að krækja í stóran fisk, þá notar maður straumflugu sem líkir eftir seiði eða hornsíli.

Straumfluga að vori hefur verið helsta vopna margra veiðimanna. Kalt vatn, fiskurinn leitar fyrirhafnarlítillar fæðu í stórum skömmtum. Tja, ég hef reynt þetta snemma vors með frekar slökum árangri, hallast raunar meira að straumflugunni þegar ég sé sílin fara á stjá fyrir alvöru. En, þetta er væntanlega allt spurning um framboð og eftirspurn. Þegar framboðið er ekkert annað en straumfluga, þá tekur fiskurinn straumflugu, eða ekki. Ef framboðið er ekkert annað en púpur, þá tekur fiskurinn púpu, eða ekki. Hver hefur sitt lagið á þessu.

Annars er einn tími sem alltaf er spennandi með straumflugu í vatnaveiði. Þegar vatnið er að jafna sig eftir góða rigningu eða er skolað eftir mikinn framburð, þá virkar straumflugan. Mikil rigning lækkar yfirleitt yfirborðshita vatnsins þannig að skordýrin eru minna á stjái, en að sama skapi eykur rigningin súrefnið í vatninu og þá fara litlu fiskarnir og hornsílin á stjá. Stærri fiskarnir fylgja svo á eftir.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.