Mýflugan

Rykmý

Það hefur komið mörgum veiðimanninum á óvart að sjá hve stórir urriðar nærast á mýflugu og virðast bara braggast vel. Mýflugan er hreinn og klár bunki að próteini, almennt auðveld bráð, hvort heldur á lirfu eða púpustigi og þetta veit fiskurinn.

Þegar við leitum að silungi er sjálfsagt að hafa augun hjá sér og skima eftir mýflugunni á öllum þroskastigum. En mýflugan finnst nú ekki hvar sem er. Helst er að finna hana í vatni þar sem það er ekki mikið dýpra en 4m, við jaðar dýpis eða jafnvel grynningum. Botninn hefur mikið að segja, kjörlendið er mjúkur leirkenndur botn eða stöðugur malarbotn og við bestu skilyrði getum við fundið allt að 20.000 einstaklinga á hverjum fermetra. Já, fiskurinn þarf ekki að leita langt yfir skammt að sínum prótein skammti. Að vísu þarf marga einstaklinga í góðan skammt, en þarna getum við blandað okkur í málið og lagt til áberandi heimasmíðar.

Við vatnshita undir 2°C þekkjum við mýlirfurnar sem þessa litlu rauðu sprota sem standa upp á endann í vatninu, Blóðormur, og silungurinn sogar þær upp af botninum. Þegar vatnshitinn hækkar í 5 – 10°C fer mýið að klekjast, losar sig og syndir upp að yfirborðinu, Buzzer. Þegar nær yfirborðinu dregur hefur púpan safnað súrefni í bólu undir búkinn sem hjálpar henni að komast upp að yfirborðinu (Chromie). Þegar þessi gállinn grípur fluguna, margfaldast umferð silungsins á þessum slóðum og allt þetta æti virðist glepja eftirtekt hans þannig að við eigum stundum auðveldara að nálgast hann heldur en ella.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com