Það eina sem ég krækti mér í, í þessari veiðiferð var heiftarlegt kvef, hausverkur og hiti. Fæ eflaust orð í eyra frá yfirmanninum að flækjast þetta út í skítkalt vatn rétt í upphafi vinnuviku og liggja svo í bælinu á mánudaginn. Við hjónin létum glepjast af fallegu veðrinu og brugðum okkur í kvöldveiðina upp úr kl.21. Ekki leyst okkur nú samt á blikuna þegar við mættum hverjum veiðibílnum á fætur öðrum á Krísuvíkurveginum og fæstir ökumanna glaðlegir að sjá. Enda kom það á daginn að vatnið var mjög kalt þrátt fyrir hlýjan og sólríkan daginn. Við komum okkur fyrir undir Vatnshlíðinni og renndum í snarheitum í gegnum nokkrar flugur án þess að verða vör við einn einasta fisk. Töluvert var samt af rykmýi á vatninu og undir eðlilegum kringumstæðum hefði fiskurinn átt að vaka eitthvað, en það var öðru nær. Enn ein fisklaus ferðin var staðreynd.

Rétt er að setja hér fram játningu synda minna og lagfæra talningu veiðiferða. Þannig er að í síðustu viku brugðum við okkur í Kleifarvatnið eitt kvöldið og ég lét þess ekki getið hér á blogginu. Hér með hef ég játað á mig fölsunina og leiðrétti því fjölda ferða og núllin sem þeim hafa fylgt.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 2 2 1  14 11

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.