
Eins og glöggir lesendur hafa e.t.v. orðið varir við, svona innan um annað á blogginu, þá er ég að fikra mig áfram með nýja línu, s.k. Switch línu. Þessi lína er töluvert frábrugðin öðrum línum sem ég hef notað hingað til, hún er til að mynda með mun lengri skothaus heldur en aðrar línur sem ég hef notað. Ástæða þess að ég er að reyna mig við þessa línu er einföld, sumargolan á Íslandi ferðast stundum svo hratt yfir að mér hefur reynst erfitt að eiga við hana með hefðbundnu WF línunum mínum. Að skjóta Switch línu undir eða beint upp í vindinn er bara snilld. En, þetta er ekki aðal inntak þessarar greinar.
Til að ná góðri hleðslu í stöngina með svona línu, þarf að leyfa öllum skothaus hennar að liggja úti, hér er ekkert um það að ræða að draga inn alveg upp að stangarenda. Reikningsdæmið er einfalt; ég er með 12‘ taum + 12-14‘ skothaus þannig að frá stangartoppi eru minnst 24‘ út í fluguna. Hingað til hef ég leyft mér að vaða út að dýpinu og egna fyrir fiskinn þar sem hann liggur við kantinum. Ef ég ætla að halda áfram að eiga við þennan fisk verð ég að færa mig nær landi, svo einfalt er það. Annars er ég alltaf að kasta yfir fiskinn án þess að koma flugunni nokkru sinni fyrir hann, aðeins hrekja hann undan línunni til næsta manns við vatnið.
Ummæli
22.05.2012 – Árni Jónsson: Ég hef einmitt verið að fikta með 40+ línu (reyndar WF) og hefur gefið fína raun. Reyndar mætti með sanni kalla hana Lots-of-weight-forward, þar sem að hún rýkur út eins kona á leið á skó-útsölu.
23.05.2012 – Þórunn: Hvar er þessi skóútsala?
23.05.2012 – Kristján: Nei, Þórunn mín. Hann Árni tók bara svona til orða 🙂
Ég hef einmitt verið að fikta með 40+ línu (reyndar WF) og hefur gefið fína raun. Reyndar mætti með sanni kalla hana Lots-of-weight-forward, þar sem að hún rýkur út eins kona á leið á skó-útsölu.
Hvar er þessi skóútsala?