Dásamlegur dagur, sá besti í nokkurn tíma og auðvitað drifum við hjónin okkur úr hlaði eftir hádegið. Fyrst lá leiðin upp í Kjós, en heldur þótti okkur gusta mikið við Meðalfellsvatnið þannig að við renndum á Þingvelli. Eftir einn kaffibolla í Þjónustumiðstöðinni renndum við í Vatnsvíkina þar sem nokkrir veiðimenn voru á stjái, en eitthvað var úthaldið lítið hjá þeim því fljótlega voru þeir á bak og burt. Við komum okkur fyrir í Vellankötlu, þokkalegar aðstæður nema þá helst til of bjart. Hófst þá yfirferð flugna í boxum, margar prófaðar í stuttum og löngum taumi, en allt kom fyrir ekki.

Eina sem við hittum á voru Gunnar Bender og félagar að viða að sér efni í nýja þáttaröð á ÍNN. Alveg þess vert að kíkja á þá eldri áður en nýjir birtast á skjánum. Frá þeim fengum við fregnir af veiði í austanverðu Meðalfellsvatni sem auðvitað elfdi okkur aðeins í að prófa Þingvallavatnið lengur. Vel að merkja, kærar þakkir fyrir eintakið af Sportveiðiblaðinu Gunnar, viðamikið og skemmtilegt blað eins og venjulega sem gaman er að glugga í.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 2 2 1  12 9

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.