Upptaka

Upptaka línunnar hefur mikið að segja þegar við leggjum af stað í langt kast. Nú kann einhver að segja að þetta sé nú bara enn eitt bullið, skröksagan. En, ef við viljum ekki styggja fiskinn með óþarfa falsköstum þá ættum við að huga að lengd línunnar sem við tökum upp við upphaf kastsins. Stutt lína kallar á fleiri falsköst með lengingum til að ná löngu kasti, alveg sama hversu góðir kastarar við erum. Þetta er augljóst því við þurfum á þyngd línunnar að halda til að koma henni lengra út, löng lína = meiri þyngd.

Ef við bætum nú mótstöðu vatnsins við þá gefur það auga leið að við þurfum ekki eins mörg falsköst til að ná lengd í kastið. Því lengri lína sem liggur í vatninu þegar við tökum upp, því betur hlöðum við stöngina í upptöku og eigum þannig inni afl sem nýtist í fyrsta framkast og við þurfum alls ekki eins mörg falsköst til að ná út til þeirra stóru.

Þetta leiðir svo hugann að því hvar við stöndum í og við vatnið þegar við tökum upp. Ég ætla að velta vöngum yfir því í næsta pósti.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.