Hvort gripið?

Á meðan sumir veiðimenn og kastkennarar mæla með Þumal ofaná, þá mæla aðrir með V-gripinu. Hér ræður ekki aðeins smekkur manna. Nokkrir aðrir þættir koma hér við sögu. Kaststíll manna er misjafn þó við byggjum allir á sömu reglunni; hlaða stöngina og stoppa ákveðið í fram og aftur kastinu. Sumum hentar betur að halda um stöngina líkt og tennisspaða, V-gripið. Kannski eru það helst þeir sem finnst þeir þurfa að nota langan kastferil, jafnvel víðan og ávalan sem kjósa V-gripið. Öðrum hentar betur að notast við þumalinn ofaná því þeir kjósa stuttan kastferil, snöggar og ákveðnar hreyfingar, beina línu fram og aftur, mjög ákveðin stopp. Mér hefur virst þeir sem tekst að halda olnboganum þétt að síðunni kjósa frekar þumalinn ofaná.

En það eru fleiri þættir sem hafa áhrif á val manna á gripi. Þegar við þenjum okkur og viljum ná lengri köstum er oft tilhneiging til að úlnliðurinn ‚brotni‘ í bakkastinu ef við notum þumalinn ofaná. Þá getur verið hentugra að skipta yfir í V-gripið, það brotnar síður í löngum kastferli og lengri stoppum á meðan við bíðum eftir að lína réttir úr sér.

Svo er það auðvitað stærð og þyngd stangar sem hefur áhrif á val manna, mér hefur virst að meira segja hörðustu þumlarnir leiti til hliðar á þungri stöng og verði að V-gripi. Létt stöng, stutt köst, kalla aftur á móti á þumalinn.

Ummæli

15.05.2012 Siggi Kr. – Ég verð að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir hversu gríðarlega mikilvægt gripið er í fluguköstum fyrr en ég las þessa grein: http://www.sexyloops.com/articles/gripsandholds.shtml og fór að fara eftir því sem í henni stendur varðandi hvaða grip henta hvaða græjum, sérstaklega varðandi stærð/þyngd stangar og hvernig handfangið er í laginu og hvernig mismunandi grip geta orsakað villur í köstunum hjá manni. Mæli með því að allir flugukastarar lesi þetta. Þar sem ég nota bæði stangir með full og half-Wells handfangi skipti ég gjarnan á milli gripa og svo ruglar maður þessu stundum öllu saman og allt fer í klessu :)

1 Athugasemd

  1. Ég verð að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir hversu gríðarlega mikilvægt gripið er í fluguköstum fyrr en ég las þessa grein: http://www.sexyloops.com/articles/gripsandholds.shtml og fór að fara eftir því sem í henni stendur varðandi hvaða grip henta hvaða græjum, sérstaklega varðandi stærð/þyngd stangar og hvernig handfangið er í laginu og hvernig mismunandi grip geta orsakað villur í köstunum hjá manni. Mæli með því að allir flugukastarar lesi þetta. Þar sem ég nota bæði stangir með full og half-Wells handfangi skipti ég gjarnan á milli gripa og svo ruglar maður þessu stundum öllu saman og allt fer í klessu 🙂

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.