
Menn beita mörgum mismunandi aðferðum við inndrátt, fingrasetningin er alls ekki sú sama hjá öllum. Við hægan, stöðugan inndrátt hafa sumir náð þeirri leikni að þurfa aldrei að endurnýja gripið með vinstri hendinni og ná þannig að halda jöfnum, hægum inndrætti allt til upptöku. Helsta aðferðin við þetta er að velta línunni í vinstri hendi á milli þumals og vísifingurs ásamt því að snúa hendinni sitt á hvað. Á ensku hefur þessi aðferð verið kölluð The figure of eight sem ég leyfi mér hér að kalla áttuna.
Flestir sem komast upp á lagið með þessa aðferð fella u.þ.b. þriðja, fjórða hvern snúning úr lófanum þannig að þessi aðferð getur verið ákveðin ókostur ef línan liggur lengi í sandi, óhreinkast.