Já, merkið við greinina segir að ég hafi núllað (eitt skiptið enn), en ég er samt mjög sáttur. Brá mér rétt út fyrir bæjarmörkin í dag og varð vitni að ótrúlega skemmtilegum aðförum urriða sem fór um í hópum, örugglega 10 stk. sem úðuðu í sig steinflugum sem voru nýbúnar að klekjast út og leituðu aftur út á vatnið að verpa. Ég hef aldrei orðið vitni að þessu áður, urriðarnir minntu helst á höfrunga; snjáldrið upp úr, bakugginn og svo sporðurinn, og svona endurtóku þeir leikinn fram og til baka þar til þeir höfðu hreinsað yfirborðið af flugum.
Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
– | – | 2 | 1 | 10 | 8 |
Senda ábendingu