Ég hef með tíð og tíma tekið nokkru ástfóstri við ákveðnar flugur sem verða ósjálfrátt oftar fyrir valinu en aðrar þegar ég byrja veiðina; Pheasant Tail (original og kúluhaus) og svo svartar mjónur. En þegar þessir vinir mínir bregðast þá grípur ákveðin valkvíði um sig, hvað á ég að velja næst? Þegar uppáhaldið bregst þarf ekki alltaf að sveiflast öfganna á milli. Ágætt getur verið að hafa eftirfarandi forgangsröðun í huga við flugnavalið:

  1. Breyttu um stærð. Ekki endilega alltaf minni, stærri er líka kostur.
  2. Veldu aðeins aðra lögun, stutt skott í stað langs, bústinn búkur í stað granns, stuttur búkur í stað langs.
  3. Örlitlar sveiflur í lit geta gert kraftaverk. Haltu þig við sama grunnlitinn, en með aðeins öðrum frambúk, baklit eða haus.
  4. Framsetning flugunnar skipti alltaf máli. Hvað svo sem þykir rétt hverju sinni; hægt og rólega í köldu vatni, sprækt og ögrandi í björtu veðri, þá kemur alltaf til greina að bregða út af vananum og frá öllum reglum annars lagið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.