Gróðurfláki

Fyrir mörgum eru gróðurflákarnir í vatninu hrein ávísun á vandræði og endalausar festur. Fyrir öðrum og þá helst fiskinum eru gróðurflákarnir endalaust forðabúr ætis. Eins óskemmtilegir og þeir geta verið þá eru gróðurflákarnir í vatninu heimkynni allskynns skordýra, seiða og hornsíla. Þetta veit fiskurinn og sækir óspart í þá.

Það er hægt veiða gróðurflákana án þess að vera í endalausum vandræðum. Ef vatnið er nægjanlega tært og þú sérð þokkalega til botns getur þú reynt fyrir þér þar sem gróðurinn er gysnari og/eða lænur hafa myndast í gróðrinum. Best er að nota flotlínu með tiltölulega stuttum taumi og þyngdar flugur undir þessum kringumstæðum. En svo má líka prófa eitthvað allt annað, hálfsökkvandi línu eða sökktaum en…. ekki nota sökkenda. Prófaðu að setja c.a. 1 -2 fet. af venjulegu taumaefni framan á sökktauminn þannig að flugan lyftist aðeins frá botninum, þá eru minni líkur á hún festist auk þess raskar taumaendinn gróðrinum minna. Ég hef horft á fisk fælast taumenda þegar hann skrapar leirbotn eða gróður og myndar þannig skugga eða grugg undir yfirborðinu.

Hvora aðferðina sem þú prófar, gættu þess að flugan lendi utan við gróðurinn og þú dragir hana inn og í gegn um hann, það minkar verulega líkurnar á að festa auk þess að með því egnir þú einnig fyrir fiskinn sem heldur til utan í flákanum.

Gjöfular flugur í gróðurflákum eru auðvitað Pheasant Tail, Héraeyrað, Beikir og svo Nobblerar / Damsel flugur til að líkja eftir seiðunum.

Ummæli

Siggi Kr. 30.04.2012Getur verið fínt að nota booby flugur ef gróðurinn nær ekki mjög langt upp frá botninum. Allavega í stöðuvötnum – held að booby flugur virki ekki sérlega vel í straumvatni nema það renni mjög hægt.

Urriði 01.05.2012Mér hefur gengið best að draga meðfram gróðurkantinum, ekki í gegnum gróðurinn. Svo ef gróðurinn nær ekki alveg upp í yfirborð þá strippa ég stundum léttar straumflugur yfir gróðurinn og þá skýst fiskurinn upp úr gróðrinum til að taka fluguna(ef hann er í stuði til þess).

Hörður Andri 04.05.2012Það getur verið skemmtilegt að sjá urriðann skjótast út úr gróðrinum, mér hefur stundum fundist samt stóri urriðinn vera utan í gróðrinum meira, ekki inni í flókanum. Urriði hefur e.t.v. eitthvað til síns máls með að draga meðfram kantinum.

3 Athugasemdir

  1. Getur verið fínt að nota booby flugur ef gróðurinn nær ekki mjög langt upp frá botninum. Allavega í stöðuvötnum – held að booby flugur virki ekki sérlega vel í straumvatni nema það renni mjög hægt.

  2. Mér hefur gengið best að draga meðfram gróðurkantinum, ekki í gegnum gróðurinn. Svo ef gróðurinn nær ekki alveg upp í yfirborð þá strippa ég stundum léttar straumflugur yfir gróðurinn og þá skýst fiskurinn upp úr gróðrinum til að taka fluguna(ef hann er í stuði til þess).

  3. Það getur verið skemmtilegt að sjá urriðann skjótast út úr gróðrinum, mér hefur stundum fundist samt stóri urriðinn vera utan í gróðrinum meira, ekki inni í flókanum. Urriði hefur e.t.v. eitthvað til síns máls með að draga meðfram kantinum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.