Og enn bætum við hjónin við í ‘núll’ ferðir okkar þetta vorið. Brugðum okkur í Kleifarvatnið og ætluðum nú aldeilis að láta reyna á hina marg rómuðu kvöldveiði. Vorum mætt upp úr kl.20 við syðrihluta vatnsins þar sem tveir veiðimenn höfðu barið það í nokkurn tíma en ekkert fengið. Þrátt fyrir nokkurn vind létum við okkur hafa það að særa út flugur af hinum ýmsustu gerðum allt fram í myrkur án þess að verða vör við einn einasta fisk. Annars gekk vindurinn niður og brast á með hinu fallegasta veiðiveðri og það greip um sig þessi yndislega tilfinning að fátt er betra en standa á vatnsbakka í blíðunni og velja spekingslega upp úr boxunum. Ágæt sárabót í ‘núllinu’.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 – 2 1  7 5

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.