Og enn bætum við hjónin við í ‘núll’ ferðir okkar þetta vorið. Brugðum okkur í Kleifarvatnið og ætluðum nú aldeilis að láta reyna á hina marg rómuðu kvöldveiði. Vorum mætt upp úr kl.20 við syðrihluta vatnsins þar sem tveir veiðimenn höfðu barið það í nokkurn tíma en ekkert fengið. Þrátt fyrir nokkurn vind létum við okkur hafa það að særa út flugur af hinum ýmsustu gerðum allt fram í myrkur án þess að verða vör við einn einasta fisk. Annars gekk vindurinn niður og brast á með hinu fallegasta veiðiveðri og það greip um sig þessi yndislega tilfinning að fátt er betra en standa á vatnsbakka í blíðunni og velja spekingslega upp úr boxunum. Ágæt sárabót í ‘núllinu’.
Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
– | – | 2 | 1 | 7 | 5 |