Tókum á okkur smá krók á heimleiðinni og bleyttum færi í Meðalfellsvatninu. Voru seint, en ekki nógu seint á ferðinni til að ná í kvöldveiðina og stoppið var stutt. Ekki margir veiðimenn á stjái, sáum til einhverra þriggja sem voru á förum. Höfðum engar fréttir af veiði, og stoppuðum sjálf frekar stutt.

Eitt vorum við hjónin þó sammála um; Vífilsstaðavatn er kaldast af þeim vötnum sem við höfum farið í þetta vorið sem er einkennilegt því það stendur alls ekki hæst þeirra. Miðað við útrennsli, en það er mest í Vífó miðað við stærð, þá gæti það verið skýringin á þessum kulda. Vatnið sem streymir inn í það kælir væntanlega mest. Meðalfellsvatnið hefur vinninginn í þroska, þar eru felstar flugurnar komnar á stjá og eitthvað segir mér að gróðurinn sé komin lengst.

Já, eins og ég sagði í fyrri grein í dag, þá er þetta frekar snautlegt, aðeins tveir fiskar í sex ferðum, en það var gott að komast aftur í veiðina.

Veiðitölur ársins

Bleikjur Sleppt Urriðar Sleppt Fj.ferða Núllað
 – 2 1  6  4

Ummæli

22.apríl 2012 – Gústaf Ingvi: Er að lenda í svipuðu og þið hjónin, er búinn að núlla nokkrum sinnum við vötn sem maður var vanur að fá fiska á þessum árstíma. En að góðu fréttunum þá er maður búinn að ná af sér hrollnum og er til búinn fyrir steinsmýrina í næstu viku.

22.apríl 2012 – SvarTakk fyrir þetta, hughreystandi að heyra. Var farinn að halda að við værum algjörlega búin að missa taktinn. Ég datt auðvitað í grúskið og bar saman hitatölur frá því í fyrra og hitteðfyrra og fann stóran mun: Þegar hitastigið náði loksins þetta 3-8 °C að deginum í fyrra (voraði seint og illa) var nánast ekkert næturfrost. Sömu sögu má segja um 2010, en þá voraði um svipað leiti og í ár. Núna (2012) er aftur á móti búið að vera stöðugt næturfrost alveg frá því í byrjun apríl. Ætli fiskurinn fari sér bara ekki hægar þegar sveiflurnar eru svona miklar á milli dags og nætur.

23.04.2012 – Árni JónssonEkki ertu einn í þessu, né tvö, því almennt er ansi dræm veiði á syðri endanum samkvæmt öllum sem að ég hef rætt við. Sjálfur er ég búinn að reyna Vatnamót, Varmá, Víkurflóð, Vífó & Meðalfellsvatn og allur aflinn telur 1 saklausa bleikju, sem að fékk líf. Fisk hef ég þó séð í Víkurflóði & Grímsstaðarlæk, en ekki í neinu magni. Ég bíð ólmur eftir því að uppáhaldið mitt Þingvellir opni, enda farinn að vopnbúast bókstaflega!

3 Athugasemdir

  1. er að lenda í svipuðu og þið hjónin, er búinn að núlla nokkrum sinnum við vötn sem maður var vanur að fá fiska á þessum árstíma. En að góðu fréttunum þá er maður búinn að ná af sér hrollnum og er til búinn fyrir steinsmýrina í næstu viku.

  2. Takk fyrir þetta, hughreystandi að heyra. Var farinn að halda að við værum algjörlega búin að missa taktinn. Ég datt auðvitað í grúskið og bar saman hitatölur frá því í fyrra og hitteðfyrra og fann stóran mun: Þegar hitastigið náði loksins þetta 3-8 °C að deginum í fyrra (voraði seint og illa) var nánast ekkert næturfrost. Sömu sögu má segja um 2010, en þá voraði um svipað leiti og í ár. Núna (2012) er aftur á móti búið að vera stöðugt næturfrost alveg frá því í byrjun apríl. Ætli fiskurinn fari sér bara ekki hægar þegar sveiflurnar eru svona miklar á milli dags og nætur.

    Bestu kveðjur,
    Kristján

  3. Ekki ertu einn í þessu, né tvö, því almennt er ansi dræm veiði á syðri endanum samkvæmt öllum sem að ég hef rætt við. Sjálfur er ég búinn að reyna Vatnamót, Varmá, Víkurflóð, Vífó & Meðalfellsvatn og allur aflinn telur 1 saklausa bleikju, sem að fékk líf. Fisk hef ég þó séð í Víkurflóði & Grímsstaðarlæk, en ekki í neinu magni. Ég bíð ólmur eftir því að uppáhaldið mitt Þingvellir opni, enda farinn að vopnbúast bókstaflega!

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.