Ósköp lítið um þessa ferð að segja, vatnið ennþá mjög kalt og afkaplega lítið líf komið af stað. Vorum sunnan megin í vatninu, tókum bakkann frá útfalli og næstum inn að læk í nokkrum áföngum. Heldur bjart yfir og tók fljótlega að anda köldu að vestan þannig að veiðimenn stoppuðu stutt.
Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
– | – | 2 | 1 | 4 | 2 |