
Ég hef stundum orðað það þannig að það sé og eigi að vera valkostur að sleppa fiski, ekki kvöð. Lífvænlegur fiskur sem við kjósum að sleppa getur kennt okkur ýmislegt í vatnaveiði. Þegar þú hefur sleppt honum, réttu þá úr þér og fylgstu með honum og ekki síst skugga hans synda burt.
Oftar en ekki er erfitt að koma auga á sjálfan fiskinn í vatninu, vísbendingarnar um hann eru oft meira áberandi og auðsærri. Notaðu hvert tækifæri sem gefst til að æfa þig í að sjá fylgifisk fisksins í vatninu, skuggann.