Kaufmann's Stone Fly

Það eru ekki aðeins púpur sem verða líflegri með gúmmílöppum, straumflugur eins og t.d. Nobbler, Damsel og Wooly Bugger öðlast nýtt líf í vatninu þegar skotið hefur verið undir þær löppum. Þegar ég prófaði mig áfram með gúmmílappirnar skaut fyrst upp í huga mér; Bölvað vesen er þetta, Hvort á ég að setja lappirnar á undan eða á eftir? Undir eða ofaná? Hvernig á ég að ná þeim jöfnum til allra átta?

Eftir að hafa böðlast í gegnum allskonar leiðbeiningar, skoðað ógrynni af myndböndum þá varð mín niðurstaða sú að hafa fjaðurtöngina (Hackle Plier) tiltæka ásamt nokkrum afskornum drykkjarstráum í mismunandi sverleika til að hemja lappirnar á meðan ég hnýtti þær niður og umfram allt, lappirnar síðast eða næstum því.

Smellið fyrir stærri mynd
Smellið fyrir stærri mynd

Annars hjálpaði Davie McPhail mér mest eins og svo oft áður með að ná einhverju viti í vinnubrögðin. Hér að neðan má líta hvernig hann fer að því að festa lappir á Gnasher Sedge Hog (u.þ.b. á hálfu elleftu mínútu). Í meðförum Davie er þetta ekkert mál en hjá mér varð þetta hrein kvöl og pína, en æfingin er sögð skapa meistarann.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.