Til að rýma til fyrir meira súkkulaði brugðum við hjónin okkur í Kjósina upp úr kl.15 í dag. Veðrið var alveg ágætt, gekk á með sólarglennum og örlítilli golu. Hitastigið var þetta rétt rúmlega 3°C á mæli en virkaði alls ekki svo svalt. Þar sem vindáttinn var af vest-suðvestan komum við okkur fyrir undir hlíðinni að sunnan, einu veiðimennirnir á staðnum. Og til að gera langa sögu stutta, frúin kvittaði í veiðibók ársins með tæplega punds urriða sem hún tók á svarta mjónu með gyltum kúluhaus. Að þessu sinni var fiskurinn settur undir smásjánna og magainnihald skoðað; eitthvað af lirfum (lítið þó) en aðallega kuðungur.
Annars virðist lífríkið vera að taka svolítið við sér, hettumáfurinn mættur á staðinn ásamt sílum og seiðum sem héldu til við bakkana. Sko, ég sagði að sumarið yrði snemma á ferðinni, mér er alveg sama hverju veðurfræðingar spá fyrir næstu daga.
Veiðitölur ársins
Bleikjur | Sleppt | Urriðar | Sleppt | Fj.ferða | Núllað |
---|---|---|---|---|---|
2 | 1 | 2 |