Þegar kemur að því að velja flugulínu eru margir sem halda fast í litinn ‚sinn‘ og þá helst þegar um er að ræða flotlínur. Sjálfur var ég til að byrja með á því að línan ætti að vera græn eða grágræn, falla inn í litbrigði vatnsins. Með aukinni reynslu hef ég leyft mér að skipta um skoðun og vel núna lit sem ég sjálfur sé vel því fiskurinn verður alveg eins var við línu í felulit og þá sem er skærlit og áberandi. Viljandi skrifaði ég verður var við línuna því fiskurinn sér hana yfirleitt ekki heldur aðeins skugga hennar í vatninu eða á botninum. Snögg hreyfing línu á yfirborðinu hefur mun meiri áhrif til fælingar vegna skuggans heldur en gáruarnar sem hún framkallar.

Um sökklínur gilda aðeins aðrar reglur, í það minnsta hjá mér. Þar sem slíkar línur skerast niður í yfirráðasvæði fisksins vill ég að litur hennar samlagist vatninu eins vel og unnt er. Það er frekar auðvelt að fullnægja þessum dyntum þar sem framleiðendur senda sjaldnast frá sér sökklínur í öðrum litum en þeim sem felast vel í vatni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.