Rekið skiptir mestu
Spyrðu leiðsögumanninn „Hvað eru þeir að éta?“ og hann svarar líklega „Dautt rek“. Ef flugurnar þínar eru dregnar áfram af línunni mun silungurinn ekki aðeins fúlsa við þeim heldur beinlínis synda burt. Við horfðum aftur og aftur á það þegar við veiddum púpur í gegnum lyngur og grynningar. Viljandi breyttum við rekinu þannig að stundum var flugan eins og hundur í bandi, togandi í tauminn eða í dautt rek þar sem púpan flaut eðlilega í vatninu. Við hefðum ekki getað samið betra handrit; silungurinn sneiddi hjá og synti frá óeðlilegu reki en var jafn skjótur til að gaumgæfa eðlilegt rek. Kastið sjálft nær ekki nema einum tíunda af mikilvægi góðs reks. Lærðu að vippa línunni og stjórna rekinu og hálf baráttan er unnin.
Kirk Deeter
Loka hnykkurinn, þetta var síðasti pósturinn sem ég vann upp úr greinum Kirk Deeter. Ég vona að gestir bloggsins hafi haft jafn mikla ánægju af þessum hnitmiðuðu greinum hans og ég hef haft. Ef svo ólíklega vildi til að Kirk leggði leið sína á bloggið, þá færi ég honum bestu þakkir fyrir leyfið að birta þessar greinar hans.
Ummæli:
19.02.2012 – Hilmar
Vel gert, Takk fyrir mig. Afar fróðlegt.
Senda ábendingu