Þú missir af fjölda fiska
Einn besti leiðsögumaður í Colorado, Jeremy Hyatt prófaði púpuveiði með tökuvara. Ég sá hvar fiskurinn sogaði púpuna upp í sig og spítti henni aftur út úr sér eins og sólblómafræi. Hyatt sá aldrei hreyfingu á tökuvaranum, hvað þá að hann fyndi tökuna sjálfa. Hið fullkomna ‚dauða rek‘ þar sem púpan flýtur í vatninu án nokkurra áhrifa frá línu eða taum varð til þess að fleiri fiskar tóku en mistökum fjölgaði vegna slakans á línunni. Jafnvel bestu veiðimenn missa af meira en helmingi allra taka.
Upp á grínið fékk ég félaga minn, Antony Bartkowski til að kasta alveg skv. bókinni, vippa eftir kúnstarinnar reglum, en telja síðan aðeins upp að þremur og reisa þá stöngina eins og hann hefði fengið töku. Og viti menn, hann veiddi nokkra urriða með þessum hætti. Næst prófuðum við afbrigði af evrópskri púpuveiði. Veiðimaðurinn notar mikið þyngdar púpur, kastar beint upp í strauminn og beinlínis dregur fluguna niður ánna. Ég sá færri tökur, en veiddum fiskum fjölgaði.
Hvor er þá betri; brúnn eða bleikur? Góð málamiðlun væri að geta notað dautt rek, en með meiri tilfinningu fyrir ör-tökunum sem venjulega fara framhjá okkur.
Kirk Deeter
Kirk Deeter er ekki aðeins ritstjóri Field & Stream heldur og prýðilegur rithöfundur. Ein mest umtala handbók veiðimanna hin síðari ár The Little Red Book of Fly Fishing sem hann skrifaði í samvinnu við Charlie Meyers hefur vermt toppinn á öllum helstu vinsældalistum veiðimanna frá því hún kom út á síðasta ári, skildulesning veiðimanna.
Senda ábendingu