Nýlega las ég áhugaverða grein um samanburð fluguveiði með þurrflugu og púpum. Án þess endilega að taka undir það álit höfundar að púpuveiði sé langerfiðasta afbrigði fluguveiði, þá hafði hann nokkuð til síns máls þegar hann benti á þá staðreynd að veiði með þurrflugu ætti sér stað í tvívídd, þ.e. á yfirborði vatnsins í lágréttu plani á meðan púpuveiði væri í þrívídd þar sem dýpið bætist við sem þriðja víddin.

Það tók sjálfan mig nokkurn tíma að ná tökum á þriðju víddinni og ná að stilla mig, eða öllu heldur fluguna af í réttu dýpi. Þyngdar púpur, mikið þyngdar púpur og svo hægsökkvandi línur eða taumar (sem ég er enn ekki kominn upp á lagið með). Það tók mig síðan enn lengri tíma að ráða bót á enn öðru sem aðskilur þurrflugu- og púpuveiði, nefnilega blindunni. Þegar maður veiðir á yfirborðinu liggur bráðin svolítið í okkar heimi, við sjáum skordýrin á vatninu og getum valið okkur flugu eftir þeim. En þessu er ekki til að dreifa þegar kemur að púpuveiðinni. Við sjáum í fæstum tilfellum það sem fiskurinn er að éta rétt undir yfirborðinu eða á botninum. Til að ráða bót á þessu þurfum við að þekkja örlítið til aðstæðna í það og það skiptið, á hvaða stigi skordýrin eru og hvar þau leynast, í það minnsta þar til fyrsti fiskur er kominn á land og við getum skoðað magainnihald hans.

Svo er auðvitað enn eitt sem skilur þessar tvær aðferðir frá hvor annarri; fórnarkostnaðurinn. Á meðan þurrflugumaðurinn getur átt sér sína uppáhalds flugu í langan, langan, mjög langan tíma þá eiga púpurnar það til að festar í botninum og ekkert annað fyrir veiðimanninn að gera en að slíta. Það eru beinlínis margar púpur sem eiga að líkja svo eftir skordýrum á botni vatnsins að þær verður að veiða eins og botnvörpu og þá mega nú ekki margir steinar vera í veginum svo maður festi ekki stöku sinnum. Það er haft eftir reynsluboltum; Ef hún skrapar ekki botninn, þá ertu ekki að veiða nógu djúpt. Það má nú vera meiri þurrflugan sem skrapar botninn.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.