Þegar annað augað er dregið í pung hlýtur sjónin að skerðast um helming sem er slæmt mál ef maður er eineygður eins og öngull. Ekki draga það of lengi að hreinsa flugulakkið úr auganu ef þú hefur slysast til að lakka í það. Jafnvel besti úrsnarari nær ekki að hreinsa augað ef lakkið hefur náð að fullharðna og þeir geta skilið eftir örlitlar leifar lakks sem geta auðveldlega slitið eða marið taumaenda þegar síst skildi. Annar ókostur úrsnarar er að þeir eiga það til að særa haus flugunnar, jafnvel svo að hann raknar upp og þá eru dagar flugunnar taldir.
Einfalt ráð til að þrífa lakk úr auga er að þræða ‚ljótu‘ fjöðrina (hackle) sem finnst í öllum pakkningum í gegnum augað strax og hausinn hefur verið lakkaður.
Senda ábendingu