Að skyggnast í veiðivesti manna getur verið hálfgerð ævintýraferð og kennir þar margra grasa. Fluguveiðimaðurinn geymir þar auðvitað; flugur, jafnvel í nokkrum boxum, flatkjaft (forceps) til að losa flugu úr fiski, klippur til að hlífa tönnunum, veiðigleraugu, minnst þrjár mismunandi spólur af taumaefni (sjálfur er ég með 2x,3x og 4x) auk tauma í sömu stærðum, helst í taumaveski og auðvitað Veiðikortið.

Þessu til viðbótar eru svo margir með töskuna á bakkanum þar sem kennir enn fleiri grasa; vasaljós, vog og málband, minnisbók og blýantur (penninn gerir ekki sama gagn í bleytu og kulda), línuhreinsi, strokuleður til að þrífa taumana, hníf ef hann er ekki festur við beltið (sem allir nota þegar þeir eru í vöðlum) og til öryggis klósettpappír og kveikjara eða eldspítur til að kveikja í notuðum eyðublöðum. Nördarnir eru síðan með hitamæli, filmubox eða tilraunaglas til að greina magainnihaldið ásamt önglabrýni og keflishaldara með góðum 8/0 hnýtingarþræði til viðgerða.

Er ég að gleyma einhverju? Eflaust, og þá kemur sér vel að vera með minnisbókina og blýantinn, skrifað það niður sem vantar og koma því á framfæri við vini og ættingja fyrir afmæli og jól.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.