Flýtileiðir

Aðeins meira um hrognaflugur

Hrognafluga úr antron

Þegar forvitnin vaknar þá er um að gera að svala henni. Síðsumars vaknaði nokkur áhugi hjá mér á svo kölluðum hrognaflugum og auðvitað settist ég niður og hnýtti nokkrar slíkar og tók með mér í veiði, en því miður gáfust ekki mörg tækifæri til að prófa kvikindin og því læt ég nægja að taka saman smá fróðleik um þessi fyrirbrigði sem ég hef náð að viða að mér.

Þrátt fyrir einfalt útlit og byggingu þessara flugna getur það verið töluvert þolinmæðisverk að hnýta þær, þ.e.a.s. ef maður styttir sér bara ekki leið og kaupir tilbúinn dúsk og þræðir upp á öngul.

Einhverjar ‚deilur‘ eru í gangi í veiðiheiminum um það hvort hnýta eigi hrognaflugur sem stök hrogn eða í klasa. Til að byrja með valdi ég mér einfalda lausn, stakt hrogn á öngli, ekkert of stórt en áberandi samt. Þess ber að geta að hrogn bleikju og urriða geta orðið allt að 5 mm í þvermál þannig að við þurfum víst ekki að vera hræddir við stærri en þær sem ég hnýtti (2-3 mm).

En hvernig veiðir maður svona flugur? Í grunninn er um tvær aðferðir að ræða; á eða við yfirborðið með flugum sem gerðar eru úr antron eða öðru álíka gerfiefni sem ekki drekkur í sig vatn. Þessi aðferð kallar á dautt rek, þ.e. lítinn eða í besta falli alveg lús hægan inndrátt. Ekki verra að koma flugunni fyrir innan um annað rek og þá sérstaklega í froðuslóð eða hlémegin við stein eða bakka. Grannur, langur taumur rétt eins og um þurrfluguveiði væri að ræða. Hin leiðin, sú sem ég prófaði aðeins, er í raun að veiða þungar hrognaflugur líkt og þyngdar púpur; á botninum með hægum en jöfnum inndrætti, rétt eins og þær reki undan straumi eftir að hafa flosnað upp. Framþung, hægsökkvandi lína með grönnum taumenda.

Og aðeins til að árétta; það er ekki aðeins urriðinn sem hrífst af hrognum, bleikjan étur þau líka og svo auðvitað laxinn og sjóbirtingurinn.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com