Alma Rún

Og ekki bara á maganum; kragar, broddar og hausar úr fluorescent eða neon efnum hafa verið að ryðja sér til rúms í fluguhnýtingum og þá sér í lagi eftir að Frakkar, Pólverjar og Tékkar urðu meira áberandi en áður. Við Íslendingar eigum líka okkar verðugu fulltrúa í þessum hópi. Peacock með sínum upprunalega neon kraga og Alma Rún með appelsínugula hausnum eru einmitt flugur sem eru lýsandi fyrir Hot Spot flugur.

Uppruna þessara flugna má rekja til stóru vatnanna í norðurhéruðum Englands og Skotlands þar sem menn byrjuðu á því að bæta áberandi þráðum í stél straumflugna í þeirri von að gera þær meira áberandi í augum silungsins. Til að byrja með reyndu menn nokkra mismunandi liti en þegar á reyndi nutu þeir appelsínugulu og rauðu mestra vinsælda hjá silunginum, kannski vegna þess að þessir fluorescent litir halda upprunalega lit sínum alveg sama hvort þá beri í beint sólarljós, rökkur ljósaskiptanna eða tunglsljós á meðan búk- og vængefni taka litaskiptum í mismunandi birtu.

Hot Spot PT

En hvort á að velja; brodd eða kraga? Kannski eru það bara kenjar sem ég hef tekið upp eftir mér reyndari mönnum en mitt val er nokkuð einfalt, litlar púpur fá kraga eða haus úr áberandi lit, t.d. Alma Rún og Peacock í stærðum 12-16. Stærri og bústnari flugur fá brodd. Umfram allt, ég set aldrei áberandi lit á báða enda, hvað þá á miðjuna líka. Síðan má alltaf athuga að nota fluorescent kúluhausa sem hafa verið að stinga upp kollinum í verslunum hin síðari ár. Lítill broddur á hefðbundna flugu s.s. Pheasant Tail gefur vel þar sem urriðinn er hættur að taka undir stöðugu og miklu áreiti hefðbundinna flugna.

Hot Spot Héri

En broddurinn má ekki vera of stór, lítill og áberandi kveikir meiri forvitni en stór og groddaralegur, fiskurinn byrjar að taka aftur.

Áberandi thorax úr fluorescent dub kveikir ekkert síður í silunginum, sígildar flugur eins og Héraeyrað og Pheasant Tail ganga í endurnýjun lífdaga séu þær hóflega skreyttar með áberandi litum og ekki úr vegi að eiga þær original og Hot Spot.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.