Flýtileiðir

Sléttuhlíðarvatn – 7.okt.

Þetta var svo sannarlega dagur veiðifélaga míns, konunnar. Hún átti erindi norður að Hólum í Hjaltadal til að taka við Diploma í viðburðastjórnun frá Háskólanum að Hólum og ég fékk að fljóta með. Og auðvitað var athugað með veiði í leiðinni. Já, þótt það sé komið vel fram á haustið þá er enn hægt að komast í veiði, t.d. hjá bændunum að Hrauni á Sléttuhlíð rétt norðan Hofsóss. Við mættum á staðinn eftir glæsilega útskriftarveislu að Hólum upp úr kl.17 svo það var ljóst að ekki gæfist langur tími til veiða. Og það var eins og fiskurinn vissi þetta líka því ekki liðu nema örfá köst þar til konan fékk ágæta töku, en missti. Leið og beið nokkur stund og lítið urðum við vör við fisk, en vissum þó af honum. Eyddum mestum tíma í að brjóta ísinn reglulega úr lykkjunum, það var helv…. kalt en fallegt veður. Rétt um það bil sem síðustu geislar sólar náðu til okkar fékk ég ágæta töku rétt við vatnsbakkann og á sama augnabliki varð ég var við fisk á hina höndina, urriðinn var kominn upp á grunnið. Að vísu missti ég af fiskinum en frúin tók tvo væna hænga í tveimur köstum og bætti síðan um betur með einni hryggnu þegar við sáum í raun ekkert lengur til. Sem sagt; frúin með eitt diploma og þrjá urriða á Dentist, ég ekki með neinn fisk en mjög montinn af henni. Haustið getur verið fallegt og engin ástæða til að hætta veiðum strax, ullarföt og stúkur hjálpa svo til við að halda hita á manni.

Þess má til gaman geta að hryggnan var vel hrognafull, en ekkert los komið í hrognin þannig að væntanlega eru enn einhverjir dagar í hryggningu í vatninu.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Create a website or blog at WordPress.com