Söfnunarárátta hefur alltaf fylgt mér og hefur ekkert skánað með árunum. Í mörg ár hef ég fyllt alla mína vasa af grjóti í gönguferðum, glerbrotum í fjöruferðum og nú síðustu ár, fjöðrum í veiðiferðum. Oftar en ekki eru þessar fjaðrir ekki upp á marga fiska þegar heim er komið og vasarnir tæmdir. Í skásta falli hefur þeim verið stungið í svamp á hnýtingarborðinu mínu til minningar um fjöður sem eitt sinn var ætluð í flotta flugu.

Í sumar sem leið hélt ég uppteknum hætti, fyllti alla mína vasa af fjöðrum; bringu- og stélfjaðrir vatnarjúpu (álft), síðufjaðrir anda og gæsa. Í vetur ætla ég mér að nota þessar fjaðrir, hversu ljótar sem þær komu upp úr vösum mínum. Ég er nefnilega búinn að prófa að endurlífga svona fjaðrir og ná þeim sléttum og felldum eins og daginn sem þær féllu af fugli. Ráðið er einfalt; settu vatn ketilinn og leyfðu suðunni að koma upp. Við það að renna tættri og úfinni fjöður í gegnum gufuna í nokkur skipti réttist úr henni og merkilegt nokk, hún verður sem ný og krókarnir læsast aftur saman. Eitt ráð samt; notaðu flísa- eða frímerkjatöng til að halda á fjöðrinni því gufan er merkilega heit svona fersk úr katlinum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.