Aðeins eitt fet getur skilið okkur frá fiskinum og oftar en ekki er þetta fet það fyrsta sem við tökum út í vatnið. Þeir veiðistaðir eru svo sannanlega til á Íslandi þar sem silungurinn liggur fyrir rétt við bakka vatnsins eða árinnar og sætir færis að hrifsa til sín skordýr sem falla eða hætta sér of langt út í vatnið. Grasi vaxinn bakki er ekki aðeins áhugaverður til að tylla sér á eftir langan dag við veiðar, hann er líka eftirsóttur bústaður ýmissa skordýra sem oftar en ekki sækja í rakann sem vatnið færir sverðinum. Í fyrravetur las ég nokkuð skondna grein um baráttu Englendings við þá áráttu að vaða út í og leita að fiskinum í miðju vatninu/ánni. Einhverra hluta vegna skaut þessari grein alltaf upp í kollinn á mér í sumar þegar ég var staðsettur við vatn þar sem þannig háttaði til. Grasi grónir bakkar, skordýr á hverju strái og vísast einhverjar bleikjur í stjái miklu nær bakkanum heldur en ég. Svo kom fyrir að ég lét undan áráttunni, snéri mér svolítið á ská og sendi fluguna undir bakkann, kannski kvikindið væri þarna. Ekki ætla ég að fara með neinar tölur um hve oft fiskur tók fluguna, en eitt get ég fullyrt; hann tók ekki sjaldnar heldur en þegar ég þandi mig út yfir vatnið.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.