Sveiflur Elliðavatns

Nú er ég alveg gjörsamlega dottin í það, vatnið þ.e.a.s. og velti fyrir mér öllum mögulegum áhrifum sem við getum haft á vötnin okkar og það lífríki sem í þeim þrífst, eða ekki. Þó verulega hafi dregið úr sveiflum vatnshæðar Elliðavatns hin síðari ár, þ.e. Orkuveitan er ekki alveg eins gróf í vatnstöku, þá hafa menn í alvöru bent á að óafturkræf áhrif Elliðavatnsstíflunnar séu orðin og ekkert fái þeim breytt úr þessu. Aðrir benda á að það hafi mikið milda áhrif stíflunnar að hleypa framhjá þegar virkjuninn sé ekki í rekstri. Samhliða almennri hlýnun vatnsins síðustu ár, sem hefur bein áhrif á fiskistofnana, hafa menn ítrekað bent á þá staðreynd að hrygningarstöðvum bleikjunnar fækki ár frá ári og nú sé svo komið að aðeins þeir stærstu séu eftir og bleikjan þjappi sér orðið mjög saman á þessa staði. Grynnri, og nú orðið liðfærri hrygningarstaðir hafa oft og iðulega farið á þurrt á vetrum þegar Orkuveitan hleypti úr vatninu til raforkuframleiðslu. Ekki þurfi að lækka yfirborðið vatnsins nema um 10 sm. til að þessir hrygningarstaðir fari á þurrt, hrygningarstaðir sem að öllu jöfnu ættu að vera bleikjunni meira að skapi þar sem botninn er malarkenndur og gnægð ferskvatns úr lindum sem streyma þar fram. Það hefur einmitt verið á viðkvæmasta árstíma sem mestar sveiflur hafa orðið í vatninu, þ.e. á tímabilinu okt. til maí þegar raforkuframleiðslan hefur verið í gangi. Öfugt á við okkur mennina, þá veit bleikja ekkert um það að hrygningarstaðurinn sem hún velur sér í nóvember stendur orðið á þurru í lok janúar. Það er dýrar rafmagnið okkar Reykvíkinga heldur en marga grunar og virkjanir OR hafa víðar haft áhrif heldur en í Grafningnum.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.