Ég get svo svarið það að veðrið var hreint ekki eins og spáin sagði til um. Ef það sem kom ofan úr loftinu við Kleifarvatnið fyrir hádegi í dag var lítilsháttar rigning og vindurinn aðeins 1-3 m/sek. þá er eitthvað farið að slá útí fyrir mér. Ásetningurinn var að komast í það minnsta í eina veiði áður en dagatalið segði mönnum að nú væri mál að hætta og það tókst. Að vísu var lítið um aflabrögð hjá okkur þremur sem fórum, aðeins einn veiðimaður varð var við fisk undir Vatnshlíðinni, aðrir ekkert. Nú eru aðeins 5 dagar eftir af dagatalinu og ef veðurspámenn ljúga ekki þeim mun meira, þá eru nú ekki miklar líkur á að maður fari meira þetta haustið.
Senda ábendingu