Til að losna við þann óþarfa og umstang sem fylgir því að landa fiski er hægt að beita ýmsum ráðum. Hér á eftir fara fjögur ráð sem tryggja að þú þurfir ekki að láta reyna of mikið á bremsuna á hjólinu, rota fiskinn, blóðga og gera að:

  1. Ekki tryggja hnútana þína – Ef þú lætur hjá líða að tryggja hnútana þína, bæði í taum og flugu áttu u.þ.b. 50% líkur á því að þurfa ekki að landa fiskinum.
  2. Flæktu línuna – Ef þér tekst að flækja línuna annað hvort um handfangið á stönginni eða í löppunum á þér, þá getur rykkurinn þegar fiskurinn tekur orðið nóg til þess að slíta bestu hnúta eða rífa flugu úr holdi.
  3. Slakaðu á…. línunni – Ef þú slakar nægjanlega á línunni þegar fiskurinn hefur tekið, þá er nokkuð víst að þér tekst að losna við að landa honum. Kosturinn við þessa aðferð er að þú getur haldið áfram að nota sömu fluguna.
  4. Vertu sveimhuga – Ef þú lætur eins og þú getir ekki gert upp hug þinn, færir stöngina úr hægri yfir í vinstri og sveiflar henni ákveðið til hliðanna, þá ertu í góðum málum og þarft bara að endurtaka þetta þangað til fiskurinn hefur losað sig.

1 Athugasemd

  1. Góður! Annars hefur mér alltaf þótt aghaldslausar flugur gerða til þess að missa fisk.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.