Eftir erilsama viku í vinnunni er fátt betra heldur en smeygja sér í vöðlurnar, taka nokkur skref útí og baða flugur. Svona getur maður tekið jákvæða pólinn í hæðina þegar enginn fiskur kemur á land, ekki eitt einasta högg, en veðrið leikur við mann og haustlitirnir farnir að gægjast fram í náttúrunni. Annars hef ég grun um að Mosó gengið hafi bara gert nokkuð góða ferð í Hlíðarvatn í Hnappadal þrátt fyrir nokkurn vind og eru þau örugglega komin með tæplega 30 fiska á land þegar þetta er skrifað, og kvöldið eftir.

Uppfært kl.22:30 – Lokatölur Mosó gengisins í Hlíðarvatni urðu 78 stk. mest bleikja, allt tekið á maðk. Já, Hlíðarvatn í Hnappadal lætur ekki að sér hæða.

2 Athugasemdir

  1. Úlfljótsvatn er opið til 30.sept. / Hlíðarvatn í Hnappadal opið allt árið í raun því þó nokkuð er um að menn veiði í gegnum ís í því vatni.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.