Það var engin frægðarför hjá veiðifélaginu í Kleifarvatnið í dag, allir núlluðu fyrir utan frúnna sem tók einn titt undir Lambhaganum á Peacock. Annars byrjuðum við á nokkuð skemmtilegum stað innan við Geithöfða en stoppuðum stutt þar sem töluverður vindur setti öll köst úr lagi. Eigum samt örugglega eftir að prófa þann stað síðar, stutt í dýpið þar sem spekingarnir segja að þeir stóru haldi sig.
Senda ábendingu