Það var engin frægðarför hjá veiðifélaginu í Kleifarvatnið í dag, allir núlluðu fyrir utan frúnna sem tók einn titt undir Lambhaganum á Peacock. Annars byrjuðum við á nokkuð skemmtilegum stað innan við Geithöfða en stoppuðum stutt þar sem töluverður vindur setti öll köst úr lagi. Eigum samt örugglega eftir að prófa þann stað síðar, stutt í dýpið þar sem spekingarnir segja að þeir stóru haldi sig.

Sælir, frábær síða hjá þér og gaman að lesa það sem þú skrifar hér á síðunni. Ég er búin að fara nokkrum sinnum í Úlfljótsvatn í sumar, vatnið hefur freistað mín mikið þar sem maður er alltaf að lesa einhvað gott frá Úlfjótsvatni. En það hefur ekki verið gjöfult í minn garð 🙂
Veist þú hvar best er að veiða í vatninu og hvaða flugu er best að nota þar?
Kv. Steini
Sæll og takk fyrir kommentið. Ég var lengi í vandræðum með Úlfljótsvatnið þangað til ég datt niður á að fara innfyrir Steingrímsstöð og í Hagavík. Örlítið út með bakkanum, þar sem smá lækur rennur í vatnið er frekar auðvelt að vaða út eftir grynningum að dýpinu. Ef þú ferð á ja.is/kort og setur 64° 7,191’N, 21° 2,338’W í leitina þá sérðu hvar ég hef verið að taka nokkuð af bleikju á flugur eins og; Krókurinn, Rolluna og eitthvað afbrigði sem ég hef kallað Knoll. Raunar er allur bakkinn þarna alveg inn að sundinu við Hrútey nokkuð veiðilegur staður, byrjar á bleikju en urriðavon því nær Hrútey sem dregur.
kv.Kristján