Meðan verkefnastjórinn gekk frá lausum endum eftir Sumar á Selfossi skapp ég í Úlfljótsvatnið frá kl.13:30 – 17. Gríðarlega flott veður, sólskin og steikjandi hiti og mér kom í raun ekki til hugar að fiskurinn mundir gefa sig í þessu veðri. En, það var nú öðru nær. Mikið líf með bleikjunni úti í dýpinu inn af Steingrímsstöð, nældi í eina um pundið en gekk erfiðlega að fá fleiri til að bíta fast. Flugan sem gaf er af nokkuð þekktum meiði; svart vínil rib á hefðbundinn öngul, ‘Hot Red’ neon floss skott, fíngerður koparþráður á milli vafninga og svo koparhaus til að setja punktinn yfir i-ið. Einhver lagði til að kvikindið fengi nafnið Knoll og svo sjáum við til hvort Tott komi ekki við sögu seinna. Mjög sáttur eftir daginn.

E.S. í þetta skiptið mundi ég eftir einhverju af húsráðunum og setti væna slummu af Vick’s VapoRup á bak við bæði eyrunn og undir nasirnar. Og viti menn, það dugði, ekki eitt einasta flugnabit.

Senda ábendingu

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.